Fyrirhugaðir eru tvennir tónleikar á Hótel Eddu Laugum fimmtudagana 4. og 11. ágúst.
Báðir tónleikarnir eru í Gyllta salnum og hefjast kl. 21.
Dalabríari verður síðan sunnudaginn 21. ágúst og verður betur kynnt síðar.
Fimmtudaginn 4. ágúst kl. 21 verða Eyþór Gunnarsson og Ellen Kristjánsdóttir með tónleika í Gyllta salnum á Hótel Eddu, Laugum.
Munu þau flytja nokkur þekktustu lög Ellenar ásamt öðrum perlum.
Miðaverð er 1.500 krónur.
|
||
Fimmtudaginn 11. ágúst kl. 21 verða tónleikar með Tómasi R. Einarssyni kontrabassaleikara ásamt slagverksleikaranum Mattíasi M.D. Hemstock í Gyllta salnum á Hótel Eddu Laugum.
Munu þeir leika tónlist af nýjum diski Tómasar, Strengur. Miðaverð 1.500 kr.
|