Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir vegfarendur. Húseigendur skulu gæta þess að gróður haldist innan lóðarmarka og valdi ekki truflun á umferð gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda. Sérstaklega þurfa þeir sem búa á hornlóðum að gæta að því að gróður byrgi ekki sýn þeirra sem um gatnamótin fara. Sveitarfélagið skorar á garðeigendur að klippa og snyrta hjá sér svo allir komist ferða sinna án hindrana.
Þegar trjágróður vex út yfir lóðamörk er sveitarfélaginu heimilt að fjarlægja gróður við götur, gangstíga eða opin svæði sem veldur truflunum eða óprýði, á kostnað lóðarhafa samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2010 gr. 7.2.2.“Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun.„
Húseigendur/lóðarhafar eru hvattir til að bregðast við hið fyrsta og klippa gróður í samræmi við þetta. Verði það ekki gert mun sveitarfélagið klippa þar sem nauðsynlegt er og senda lóðarhafa reikning fyrir framkvæmdinni.
Mynd af vef Reykjavíkurborgar