Hin sívinsælu sögurölt halda áfram og á fimmtudagskvöldið kl. 20, verður rölt í Tungugröf við Steingrímsfjörð á Ströndum. Öll eru þar hjartanlega velkomin og aðgangseyrir er enginn.
Tungugröf er eyðibýli sem stóð við Tungugrafarvoga, rétt sunnan við vegamót Innstrandavegar og Djúpvegar þar sem hann kemur niður af Arnkötludal við Hrófá. Þar er um margt að ræða og einnig verður rölt dálítið um svæðið.
Það eru Byggðasafn Dalamanna og Sauðfjársetur á Ströndum sem standa fyrir söguröltinu á sumrin.