Umgengni grenndarstöðva – frágangur á rúlluplasti og stórsekkjum

Kristján IngiFréttir

Grenndarstöðvar frístundahúsa

Með hækkandi sól fjölgar þeim sem dvelja í frístundahúsum sínum sem eru dreifð um sveitarfélagið. Notendur þessara húsa hafa aðgengi að nokkrum grenndarstöðvum til að losa sig við þann heimilisúrgang sem til fellur. Með heimilisúrgang er átt við það sem öllu jafna færi í ílát heim við íbúðarhús eins og umbúðir, matarleifar og annað sem fellur til innanhúss. Framkvæmdaúrgangur, húsgögn og annað slíkt skal skila á söfnunarstöðina í Búðardal og eiga ekki að fara í körin á grenndarstöðvunum. Eigendur frístundahúsa í Dalabyggð greiða gjald fyrir rekstur þessara stöðva og eru þær aðeins ætlaðar þeim notendum. Heimili (sem eru með ílát) og rekstraraðilar eiga ekki að losa úrgang í grenndarstöðvarnar. Dæmi um rekstraraðila, sem skulu semja beint við Íslenska Gámafélagið um leigu íláta og losun, eru fasteignir með veitinga og/eða -gistirekstur, veiðihús eða aðra úrgangslosandi starfsemi.

Biðlað er til notendur frístundahúsa að ganga vel um grenndarstöðvarnar. Minnka umfang úrgang eins og kostur er (brjóta saman kassa o.þ.h.) og yfirfylla ekki ílátin eða skilja eftir poka til hliðar. Ábendingar sendist til dalir@dalir.is.

 

Frágangur á rúlluplasti og stórsekkjum

Ítrekaðar er leiðbeiningar um frágang á rúlluplasti. Borið hefur á óhreinindum með rúlluplasti, sérstaklega því sem kemur úr gámunum. Þegar rúlluplastinu er pressað í bílinn blandast/skemmist meira plast en mengað var í upphafi. .

Bent er á leiðbeiningarnar hér á heimasíðu sveitarfélagsins og eftirfarandi atriði ítrekuð sérstaklega:

  • Fjarlægja þarf öll óhreinindi og aðskotahluti úr plastinu (hey, net, bönd o.s.frv.)
  • Svart plast þarf að bagga sér (líka sér til hliðar þar sem safnað er í gáma)
  • Stórsekkir þurfa að vera pakkaðir í sekk (ekki lausir, bundnir saman eða fullir af plasti)

Til að tryggja að plast og sekkir verði teknir á hirðingadögum skal það vera aðgengilegt og rétt flokkað og frágengið.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei