Umhverfisvæn og landbúnaðartengd ferðaþjónusta

DalabyggðFréttir

Vinnusmiðja í Skemmunni á Hvanneyri þriðjudaginn 21. september kl. 13:00-15:30 um umhverfisvæna og landbúnaðartengda ferðaþjónustu.
Erindi
Ragnhildur Sigurðardóttir lektor Hvanneyri. Samstarf um starfsmenntun; kynning á verkefnunum Oats og Fræðsla Beint frá býli.
Þorsteinn Guðmundsson prófessor Hvanneyri. Af hverju lífræn ferðaþjónusta?
Arnheiður Hjörleifsdóttir bóndi Bjarteyjarsandi. Vex vilji ef vel gengur.
Hlín C Mainka Jóhannesdóttir. Landbúnaður sem laðar og lokkar.
Áskell Þórisson útgáfu- og kynningarstjóri Hvanneyri. Gengið á milli heitra potta.
Gísli Einarsson áhugamaður um íslenskan landbúnað. Hugleiðingar átvagls.
Þá verða málin rædd yfir kaffibolla og meðlæti. Að lokum verður boðið upp á sögufylgd um Hvanneyrarstað með Bjarna Guðmundssyni.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei