Undirskriftasöfnun

DalabyggðFréttir

Undirskriftasöfnun á netinu vegna niðurskurðar í löggæslumönnum í Dölum hefst föstudaginn 28. janúar á netinu. Undirskriftasöfnunin og nánari upplýsingar má finna á slóðinni www.budardalur.is
Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur lagt til að staða lögregluþjóns í Búðardal verði lögð niður, ásamt varðstöð. Samkvæmt reglugerð nr. 66/2007 skal vera varðstöð lögreglu í Búðardal og að í áfangaskýrslu nefndar dómsmálaráðherra frá apríl 2008 kemur fram að fjölga þurfi lögreglumönnum í umdæmi lögreglustjórans í Borgarnesi í 12 en ekki fækka í 8 eins og nú stendur fyrir dyrum.
Stjórn Lögreglufélags Vesturlands hefur minnt á hin upphaflegu markmið með sameiningu lögregluembætta hafi verið að efla lögregluna. En nú virðist sem sameiningin verði til að veikja löggæsluna og stjórn Lögreglufélagsins bendir á að íbúar eigi rétt á lágmarks löggæslu og lengra megi alls ekki ganga í niðurskurði löggæslumála á Vesturlandi. Frekari niðurskurður muni stofna öryggi íbúa og lögreglumanna á Vesturlandi í hættu.

Sveitarstjórn hefur óskað eftir fundi með Innanríkisráðherra og Alþingismönnum kjördæmisins vegna niðurskurðartillagna lögreglustjórans í Borgarnesi.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei