Á Héraðsbókasafni Dalasýslu hefur safnast upp fjöldi bóka sem ekki þykir ástæða til að geyma lengur á safninu og í yfirfullum geymslum sveitarfélagsins. Því verður haldinn bókamarkaður í anddyri Stjórnssýsluhússins í dag kl. 10-18.
Meðal bóka sem finna má á markaðinum eru: Jón Guðnason; Dalamenn I-IV og Strandamenn I-X. Guðrún frá Lundi; Dalalíf I-LVI, Utan frá sjó I-IV, Upp til heiða I-X, Stúlkan á Fossi ofl. Jón Trausti; Halla og heiðarbýlið, Halla og býflugurnar, Halla og hvannalömbin ofl. Barbara Cartland; Á vit örlaganna, Ást á tímum niðurskurðar, Ást á sauðburði, Ást í sláturhúsinu, Ást í mjólkurstöðinni ofl. Margit Sandomo; Ísfólkið I-MMMXII. Viðar Ólafsson; Morðið í veiðihúsinu, Morðið í Skarðsstöð, Morðið í Bitrunni, Morðið í Árbliki, Morðið í Dalabúð, Morðið í vinnunni og Morðið í stjórnsýsluhúsinu. Markaskrá Dalasýslu 1856, 1901, 1931, 1951, 1971, 1988 og 2019. Jean M. Aulen; Þjóð heimskunnar miklu, Dalafólkið, Dalur sauðanna, Dalur hinna máluðu kletta ofl. Íslendingaþættir Tímans 875-1975. Dalabyggð; Ársreikningar 1994-2016, ásamt skýringum. Sveinn Pálsson; Bogi byggir 1-15, Siggi póstur, Búkolla Komat’su, Gullbrá og smalarnir þrír, Lína langloka og netið ofl. Massey Ferguson; leiðbeiningar MF 35, 135, 385, 8737 ofl. Auk annarra óteljandi bóka, rita, tímarita og ársreikninga.
Þeir sem áhuga hafa eru hvattir til að drífa sig í stjórnsýsluhúsið og gera góð kaup og fá sér kaffisopa hjá bókaverði. Verð bókanna er 1 kr, 10 kr, 100 kr, 1.000 kr, 10.000 kr og 100.000 kr.