Vegna fjölgun smita af völdum COVID-19

DalabyggðFréttir

Undanfarna daga hefur smitum innanlands fjölgað svo um munar en 16.september voru greind 19 ný smit vegna COVID-19 og þrjú virk smit á landamærum. Á upplýsingafundi almannavarna í dag voru gefnar út sterkar aðvaranir.

Við hvetjum íbúa Dalabyggðar til að viðhafa áfram grundvallarsmitgát.

Með því að halda lagi erum við ekki aðeins að vernda okkur sjálf, heldur einnig aðra í kringum okkur. Þvoum okkur um hendur, notum handspritt og gætum að nálægð við aðra. Sótthreinsum sameiginlega snertifleti, verndum viðkvæma hópa og hringjum í heilsugæsluna ef við fáum einkenni.

Virðum sóttkví. Virðum einangrun. Verum skilningsrík, tillitssöm, kurteis og styðjum hvert annað.

Núna eru göngur og réttir í fullum gangi, því ítrekum við að einstaklingar eigi ekki að mæta í réttir ef þeir eiga ekki brýnt erindi þangað.

Við erum öll almannavarnir – áfram.

Frekari upplýsingar og leiðbeiningar má m.a. finna hér:

Upplýsingasíða COVID.is
Upplýsingasíða Landlæknis vegna COVID-19
Heimasíða almannavarna
Information in English about the Coronavirus from the directorate of health in Iceland

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei