Vekjum athygli á lausum störfum á Silfurtúni !

SveitarstjóriFréttir

Hjúkrunarheimilið Silfurtún – HVE Búðardal

Þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfshlutfall er 50-100% og er ákveðið með deildarstjóra Silfurtúns

Helstu verkefni og ábyrgð

Almennur starfsmaður ber ábyrgð á að veita skjólstæðingum sínum umönnun og hjúkrun í samræmi við markmið og stefnu hjúkrunar hjá stofnuninni.

Almennur starfsmaður ber ábyrgð á störfum sínum í samræmi við lög nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn, ber að fylgja faglegum fyrirmælum næsta yfirmanns, og sinna störfum sínum af árvekni, trúmennsku og virðingu í samræmi við faglegar kröfur sem gerðar eru til starfsins á hverjum tíma.

Staðan felur í sér aðhlynningu og aðstoð með ADL

Hæfniskröfur

Gerð er krafa um

  • Íslenskt sjúkraliðaleyfi.

  • Góða íslensku kunnáttu.

  • Góða hæfni í mannlegum samskiptum.

  • Stundvísi, sjálfstæð vinnubrögð og faglegan metnað.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Efling stéttarfélag hafa gert.

Með umsókn skal fylgja staðfest afrit af sjúkraliðaleyfi og námsmat frá SLFÍ ef við á.

Sótt er um á starfatorg.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 50-100%

Umsóknarfrestur er til og með 24.05.2024

Nánari upplýsingar veitir

Kristín Guðbjörg Arnardóttir, kristin.g.arnardottir@hve.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei