Í síðustu viku var birt frétt af tilvonandi vegaframkvæmdum í Dölum eftir að aukafjármagn var veitt til Vegagerðarinnar. Nú eru framkvæmdir að hefjast víða, meðal annars í Dölum.
Vegna framkvæmda verður Vestfjarðavegi (60) lokað norðan við Haukadalsá í Dölum frá kl. 17:00 í dag mánudaginn 14. júlí til kl. 17:00 á morgun þriðjudaginn 15. júlí.
Vegfarendur til og frá Vestfjörðum verða því að aka Laxárdalsheiði (59) eða Holtavörðuheiði (1), Strandir og Ísafjarðardjúp á meðan lokun varir. Það er ekki að lengja spottann úr Borgarnesi í Búðardal nema um ca. 40 mínútur að fara Holtavörðuheiði og Laxárdalsheiði.
Við ítrekum enn og aftur við bæði íbúa og aðra sem eiga leið um héraðið að sýna þolinmæði og tillitssemi þar sem framkvæmdir fara fram og starfsfólk verktaka er að störfum.