Vesturland – samráðsfundur um grænbók í fjarskiptum

DalabyggðFréttir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi bjóða til rafræns samráðsfundar um stöðu fjarskipta miðvikudaginn 14. apríl kl. 10:00 – 11:30.

Á fundinum verður fjallað um fjarskipti á svæðinu, helstu áskoranir og tækifæri til framfara. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með erindum og umræðum í minni hópum. Fundurinn er hluti af fundaröð um allt land í tilefni af undirbúningi grænbókar um stöðu fjarskiptamála.
Fundarstjóri er Jón Björn Hákonarson, formaður fjarskiptaráðs og bæjarstjóri í Fjarðabyggð.

DAGSKRÁ:
1. Jón Björn Hákonarson, formaður fjarskiptaráðs, setur fundinn og fer yfir dagskránna
2. Ottó V. Winther, verkefnisstjóri fjarskiptaáætlunar, fer stuttlega yfir stefnumótunarferlið og tengda þætti
3. Formaður fjarskiptaráðs fer yfir stöðu helstu aðgerða gildandi fjarskiptaáætlunar og áskoranir
4. Erindi frá eftirtöldum aðilum:
– Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri í Grundarfirði
– Kristján Sturluson sveitarstjóri í Dalabyggð
5. Þátttakendum skipt í umræðuhópa sem velja sér forsvarsmanneskju ræða og taka saman svör við lykilspurningum
6. Fólk í forsvari umræðuhópa skýra stuttlega frá niðurstöðum
7. Opnar umræður í lokin

Eftir kynningar og framsögur er fundargestum skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni. Hver hópur kynnir niðurstöður sínar stuttlega í lok fundar.

Skráningu lýkur kl. 9:00 miðvikudaginn 14. apríl.  Þeir sem skrá sig fá sendann hlekk á veffundinn.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei