Viðhorfskönnun vegna vindorkuvera

DalabyggðFréttir

Á næstu dögum mega íbúar Dalabyggðar eiga von á SMS skilaboðum og/eða símtölum er varða viðhorfskönnun vegna vindorkuvera.

Á 105. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 05.06.2020 kom nefndin því á framfæri við sveitarstjórn að íhuga að láta framkvæma viðhorfskönnun meðal íbúa í Dalabyggð gagnvart nýtingu vindorku til raforkuvinnslu í sveitarfélaginu.
Á 193. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 22.06.2020 fól sveitarstjórn byggðarráði að ákveða með hvaða hætti viðhorfskönnun yrði framkvæmd.
Á 247. fundi byggðarráðs Dalabyggðar 25.06.2020 var ákveðið að gerð yrði íbúakönnun með fjórum spurningum, tilboð frá fjórum aðilum voru lögð fram og ákvað byggðarráð að taka tilboði Maskínu sem miðaði við að leita eftir svörum frá u.þ.b. 400 íbúum. Á sama fundi hvatti byggðarráð alla aðila sem telja sig eiga hagsmuna að gæta vegna aðalskipulagsbreytinganna, íbúa jafnt sem aðra aðila, að senda inn athugasemdir og ábendingar þegar breytingarnar yrðu auglýstar.
Á 248. fundi byggðarráðs var svo ákveðið að könnunin færi af stað eftir að auglýsing um breytingar á aðalskipulagi yrði birt.
Það var svo þann 23.11.2020 sem auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 var birt og á 259. fundi byggðarráðs Dalabyggðar var upplýst um að könnunin færi af stað um mánaðamót og staðfest hefði verið af Maskínu að henni yrði lokið áður en umsagnarfresti vegna auglýsingarinnar lýkur þann 20.01.2021

Við hvetjum íbúa til að taka þátt og koma þannig sjónarmiðum sínum á framfæri.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei