Vika eftir til að skila inn umsókn í Frumkvæðissjóð DalaAuðs

DalabyggðFréttir

Við minnum áhugasama á að opið er fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs og Linda Guðmundsdóttir, verkefnastjóri veitir aðstoð og ráðgjöf vegna umsókna!

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „DalaAuð“ fyrir árið 2023. DalaAuður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er undir hatti brothættra byggða.

Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 31. mars 2023.

Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni í Dalabyggð eða samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga.

Verkefni þurfa að styðja við markmið og framtíðarsýn DalaAuðs.

Meginmarkmiðin eru fjögur:
• Samkeppnishæfir innviðir
• Skapandi og sjálfbært atvinnulíf
• Auðugt mannlíf
• Öflug grunnþjónusta

Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar um úthlutunarreglur er að finna á vef SSV.

Umsækjendur er hvattir til að lesa ofangreindar leiðbeiningar og leita sér aðstoðar hjá verkefnisstjóra:

Linda Guðmundsdóttir

Netfang: linda@ssv.is
Sími 7806697

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei