Vinnuskóli Dalabyggðar 2023

DalabyggðFréttir

Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 13. júní  og til loka júlí, fyrir unglinga fædda 2006 til 2010.

Umsækjendur eru beðnir um að taka það fram á umsókninni ef sótt hefur verið um sumarstörf á fleiri stöðum.

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí nk. Athugið að ekki er hægt að tryggja að umsóknir sem berast eftir þann tíma verði samþykktar.

Starfsmenn Vinnuskóla hafa kost á að nýta sér akstur frístundabíls í júní, athugið að taka þarf fram á umsókn ef umsækjandi hyggst nýta frístundabíl til að komast til og frá vinnu. Akstur er umsækjendum að kostnaðarlausu.
Einnig er í boði að skrá sig í mat í júní, þá þarf að taka það fram á umsókn. Boðið er upp á hádegismat sem er framreiddur kl.12:00 og kostar það sama og hádegismatur samkv. gjaldskrá Auðarskóla eða 519 kr.- pr. dag.

Vegna þess að gert er ráð fyrir að frístundabíll sé kominn í Búðardal kl.09:00, þá mun vinnutími Vinnuskóla sömuleiðis hefjast kl.09:00 hjá öllum. 

Ef spurningar vakna eða óskað er nánari upplýsinga má hafa samband á netfangið: vinnuskoli@dalir.is 

Frekari upplýsingar:

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei