Víruspóstur í nafni byggingafulltrúa

DalabyggðFréttir

Í morgun barst nokkrum aðilum tölvupóstur með heitinu „Skipulags- og byggingarfulltrúi“ frá netfanginu „byggingarfulltrui@dalir.is“ sem sendur var undir formerkjum þess að pósturinn kæmi frá Byggingarfulltrúanum í Búðardal þar sem skrá er deilt með viðtakendum.

Við viljum biðja fólk um að hundsa þennan póst og alls ekki reyna að opna skránna, því síður skrá sig inn til að reyna opna hana. 

Hafi viðtakandi skráð upplýsingar sínar inn í tengslum við póstinn hvetjum við viðkomandi til að skipta um lykilorð á póstinum hjá sér hið fyrsta og gera viðeigandi ráðstafanir varðandi aðra aðganga í tölvunni sem krefjast lykilorða.

Pósturinn kemur ekki frá byggingarfulltrúa Dalabyggðar og er þetta netfang ekki í notkun hjá sveitarfélaginu.

Rétt netföng vegna skipulags- og byggingamála  eru skipulag@dalir.is og byggingafulltrui@strandabyggd.is

Við biðjum íbúa og aðra viðskiptavini um að vera ávalt vakandi fyrir póstum sem virka grunnsamlegir. Ef vafi leikur á uppruna eða erindi tölvupósts má alltaf hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar í síma 430-4700 milli kl.9-13 á virkum dögum eða á dalir@dalir.is til að fá staðfestingu á að um réttmætan póst sé að ræða, sérstaklega þegar beðið er um einhverskonar innskráningar, persónu- eða fjárhagsupplýsingar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei