Viðbragðsáætlun Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19

Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna COVID-19 veirunnar. Dalabyggð fylgist vel með þróun mála og er ítrekað unnið að því að endurmeta viðbrögð við stöðunni. Sveitarfélagið hefur birt helstu fréttir og leiðbeiningar hérna á heimasíðunni og setur nú fram samþykkta viðbragðsáætlun sveitarfélagsins. Áætlunin verður uppfærð reglulega. Meginreglan er sú að fylgja eftir öllum tilmælum yfirvalda, eins og almannavarna, sóttvarnarlæknis og …

Skólahald í Auðarskóla í samkomubanni

Hérna má sjá fyrirkomulag á skólahaldi í Auðarskóla vegna samkomubanns.   Á leikskólanum Leikskólinn verður opinn alla daga frá kl. 8:00 til kl. 14:00. (Ath. leikskólinn opnar ekki kl. 7:45). Við leggjum áherslu á það að foreldrar sýni því skilning og bíði með að koma inn í leikskólann ef margir eru að koma með nemendur í einu. Hver hópur á leikskólanum …

Kjörbúðin Búðardal – Sér afgreiðslutími fyrir viðkvæma

Á næst­unni munu nokkrar versl­an­ir Nettó og Sam­kaupa verða opn­ar á milli klukk­an 9 og 10 fyr­ir þá sem eru í áhættu vegna smits af kór­ónu­veirunni þ.e. eldri borgarar og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma eða veikari fyrir smiti vegna heilsufars. Þetta á einnig við um Kjörbúðina í Búðardal. Versl­unin er að aðlaga sig að ástand­inu sem far­ald­ur veirunn­ar …

Varðandi skólahald í Auðarskóla vegna COVID-19

Eins og öllum ætti að vera kunnugt erum við að takast á við aðstæður sem ekki eru fordæmi fyrir. Við höfum unnið hörðum höndum að því síðustu daga að skipuleggja starfið í Auðarskóla þannig að við getum haldið úti sem mestri starfsemi. Við erum öll að gera okkar besta til þess að ná utan um breyttar aðstæður og mikilvægt að …

Tilkynning frá HVE vegna COVID-19 veirunnar

Samkomubann sem tekið hefur gildi á Íslandi vegna COVID-19 mun óhjákvæmilega hafa töluverð áhrif á starfsemi Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE). Hefta þarf aðgang að heilsugæslustöðvum, göngudeildum, sjúkrahúsum og hjúkrunardeildum á HVE. Takmarka þarf sem mest fjölda þeirra sem sitja á biðstofum hverju sinni og hafa a.m.k. 2 metra fjarlægð sé á milli einstaklinga. Þetta á við alla sem koma til viðtals, …

Tilkynning frá Sýslumanninum á Vesturlandi vegna COVID-19 veirunnar

Ríkisstjórn Íslands lýsti yfir samkomubanni 13. mars sl. Það felur m.a. í sér að við öll mannamót, þar sem færri en 100 manns koma saman, þarf að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar kemur í kjölfar þess að lýst var yfir neyðarstigi í landinu vegna COVID-19 veirunnar. Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi er með skrifstofur á …

Frá oddvita vegna samkomubanns og COVID-19

Í gær voru kynnt áform stjórnvalda um að sett yrði á samkomubann sem tekur gildi kl. 00:00 þann 16. mars 2020 og gildir til 12. apríl 2020 kl. 23:59. Markmið þessara aðgerða er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 faraldurs.   Við þessar aðgerðir verður allt skólahald með breyttu sniði um allt land. Til að skipuleggja þetta …

Ráðgjöf vegna COVID-19 og mannamóta

Landlæknir hefur birt á vefsíðu sinni ráðgjöf vegna Covid-19 og mannamóta, sem er hægt að nálgast hér. Einnig er bent á að á vefsíðu Embætti landlæknis og Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra er að finna upplýsingar og leiðbeiningar varðandi Covid 19.  Íbúar eru hvattir til að fylgjast með nýjustu upplýsingum á áðurnefndum síðum og fylgja leiðbeiningum Embættis landlæknis.

Heimsóknarbann á Silfurtúni

Áríðandi tilkynning til íbúa, ættingja og starfsfólks Silfurtúns vegna sýkingahættu af völdum kórónaveirunnar (COVID-19) á Íslandi. Stjórn Silfurtúns hefur tekið þá ákvörðun að loka hjúkrunarheimilinu fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með mánudeginum 9. mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert að höfðu samráði við sóttvarnarlækni og landlækni eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst …

Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19). Fyrstu smit innanlands voru staðfest fyrir helgi. Fjöldi smitaðra er því orðinn 58 talsins, þar af 10 innanlandssmit. Fjöldi fólks í sóttkví er 461, þar af 410 á höfuðborgarsvæðinu. Í kjölfarið af staðfestingu innanlandssmita var ákveðið að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Það er gert m.a. á grunni þess …