Sektir við brotum gegn sóttvarnarlögum og reglum

DalabyggðFréttir

Vegna þeirra aðstæðna sem nú eru í samfélaginu vegna COVID-19 heimsfaraldursins og ákvarðana heilbrigðisráðherra um opinberar sóttvarnarráðstafanir í samræmi við sóttvarnarlög nr.19/1997, sbr. auglýsing nr. 243/2020 og reglur nr. 259/2020, hefur ríkissaksóknari ákveðið að gefa út sérstök fyrirmæli vegna brota á þeim reglum sem þar birtast og varða takmörkun á samkomum, sóttkví og einangrun.

Brot gegn reglum heilbrigðisráðherra nr. 259/2020 um sóttkví og einangrun vegna COVID-19:

Brot gegn skyldu til að fara/vera í sóttkví, 3.gr.,
Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 50.000 – 250.000

Brot gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví, 4.gr.,
Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr.50.000 – 250.000

Brot á reglum um einangrun, 1. og 2. mgr. 7.gr.,
Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 150.000 – 500.000
Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots.

Brot gegn reglum skv. auglýsingu heilbrigðisráðherra nr. 243/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar:

Brot á reglum um fjöldasamkomu – þ.e. fleiri en 20 koma saman, 3.gr.,
Sekt einstaklings sem sækir samkomu kr. 50.000
Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda sem stendur fyrir samkomu/opnun kr. 250.000 – 500.000
Sektar heimild nær einungis til fyrsta brots forsvarsmanns/skipuleggjenda.

Brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, 5.gr,
Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 100.000 – 500.000

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei