Atvinnumálanefnd Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 24. nóvember 2020 að hafa samband við þá sem stunda rekstur eða hafa starfsemi í Dalabyggð, þ.e. fyrirtæki, atvinnurekendur og ferðaþjóna, til að kalla eftir upplýsingum um nýtingu og möguleika þeirra á aðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19. Nefndin vill vera upplýst um stöðuna og þá kanna hvort nefndin geti hlutast til um …
Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir til tekjulágra heimila
Í fjáraukalögum fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020, nr. 36/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins, var samþykkt 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir. Nú er búið að gefa …
Mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19
Stjórnvöld hafa frá því í mars á þessu ári sett fram ýmsar mótvægisaðgerðir vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19. Markmið þeirra er m.a. að verja grunnstoðir samfélagsins, vernda þá hópa sem á þurfa að halda og veita viðspyrnu sem miðar að að því að styrkja fyrirtæki í landinu. Yfirlit yfir helstu úrræði stjórnvalda fyrir heimili, fyrirtæki og hagkerfið má finna á …
Ítrekun á mikilvægi grundvallarsmitgátar
Þann 4. október síðast liðinn var lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnarlækni vegna sýkinga af völdum COVID-19 en frá 5. október hafa greinst yfir 1.000 smit innanlands. Í gær var Landspítalinn færður á neyðarstig vegna klasasmits sem kom upp á Landakoti og um þessar mundir eru nokkrir einstaklingar í sóttkví í Dalabyggð. Við viljum því ítreka mikilvægi grundvallarsmitgátar …
Samkomubann og nýjar reglugerðir
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi sem kveða á um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19 og tóku þær gildi á miðnætti, aðfaranótt 5. október. Eftirfarandi er samantekt um helstu breytingar, m.a. um undanþágur frá hámarksfjölda þeirra sem mega koma saman en meginreglan er 20 manns. Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður …
Vegna fjölgun smita af völdum COVID-19
Undanfarna daga hefur smitum innanlands fjölgað svo um munar en 16.september voru greind 19 ný smit vegna COVID-19 og þrjú virk smit á landamærum. Á upplýsingafundi almannavarna í dag voru gefnar út sterkar aðvaranir. Við hvetjum íbúa Dalabyggðar til að viðhafa áfram grundvallarsmitgát. Með því að halda lagi erum við ekki aðeins að vernda okkur sjálf, heldur einnig aðra í …
Göngur og réttir í Dalabyggð 2020
Við viljum byrja á að árétta atriði í nýútgefnum leiðbeiningum um göngur og réttir vegna COVID-19: Vegna fjöldatakmarkana er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa. Því verður fylgt strangt eftir að við réttarstörf séu ekki fleiri en 100 manns. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin fjöldatakmörkun. Hliðvarsla verður við aðkeyrslu að réttum og þangað inn verður …
Afgreiðsla skrifstofu Dalabyggðar opnuð
Afgreiðslan hjá skrifstofu Dalabyggðar hefur verið opnuð á ný. Búið er að setja upp silrúm í afgreiðslu þar sem aðgangur að vinnuaðstöðu starfsmanna á skrifstofu sveitarfélagsins verður lokaður áfram. Eru gestir beðnir að virða tilmæli og tilkynna sig í afgreiðslu til að fá fund með starfsmanni. Opnunar- og símatími helst óbreyttur eða frá kl.9 til 13 alla virka daga. Frekari …
Samfélagssáttmáli – í okkar höndum
Tryggjum góðan árangur áfram og gerum samfélagssáttmála. Sáttmála sem gildir í vor og sumar og við munum öll virða. Þvoum okkur um hendur Sprittum hendur Munum 2 metra fjarlægð Sótthreinsum sameiginlega snertifleti Verndum viðkvæma hópa Hringjum í heilsugæsluna ef við fáum einkenni Tökum áfram sýni Virðum sóttkví Virðum einangrun Veitum áfram góða þjónustu Miðlum traustum upplýsingum Verum skilningsrík, tillitssöm, kurteis …
Bókasafnið opnað – opnunartími í maí 2020
Héraðsbókasafn Dalasýslu opnar að nýju á morgun, fimmtudaginn 7.maí. Upp frá þessu verður svo opið núna í maí á þriðjudögum og fimmtudögum. Opnunartími verður frá 13:30 til 17:30. Munum 2ja metra regluna, handþvott og spritt! Bókasafnið er á 1.hæð í stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal.