Vegna fjölgun smita af völdum COVID-19

DalabyggðFréttir

Undanfarna daga hefur smitum innanlands fjölgað svo um munar en 16.september voru greind 19 ný smit vegna COVID-19 og þrjú virk smit á landamærum. Á upplýsingafundi almannavarna í dag voru gefnar út sterkar aðvaranir. Við hvetjum íbúa Dalabyggðar til að viðhafa áfram grundvallarsmitgát. Með því að halda lagi erum við ekki aðeins að vernda okkur sjálf, heldur einnig aðra í …

Göngur og réttir í Dalabyggð 2020

DalabyggðFréttir

Við viljum byrja á að árétta atriði í nýútgefnum leiðbeiningum um göngur og réttir vegna COVID-19: Vegna fjöldatakmarkana er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa. Því verður fylgt strangt eftir að við réttarstörf séu ekki fleiri en 100 manns. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin fjöldatakmörkun. Hliðvarsla verður við aðkeyrslu að réttum og þangað inn verður …

Afgreiðsla skrifstofu Dalabyggðar opnuð

DalabyggðFréttir

Afgreiðslan hjá skrifstofu Dalabyggðar hefur verið opnuð á ný. Búið er að setja upp silrúm í afgreiðslu þar sem aðgangur að vinnuaðstöðu starfsmanna á skrifstofu sveitarfélagsins verður lokaður áfram. Eru gestir beðnir að virða tilmæli og tilkynna sig í afgreiðslu til að fá fund með starfsmanni. Opnunar- og símatími helst óbreyttur eða frá kl.9 til 13 alla virka daga. Frekari …

Samfélagssáttmáli – í okkar höndum

DalabyggðFréttir

Tryggjum góðan árangur áfram og gerum samfélagssáttmála. Sáttmála sem gildir í vor og sumar og við munum öll virða. Þvoum okkur um hendur Sprittum hendur Munum 2 metra fjarlægð Sótthreinsum sameiginlega snertifleti Verndum viðkvæma hópa Hringjum í heilsugæsluna ef við fáum einkenni Tökum áfram sýni Virðum sóttkví Virðum einangrun Veitum áfram góða þjónustu Miðlum traustum upplýsingum Verum skilningsrík, tillitssöm, kurteis …

Bókasafnið opnað – opnunartími í maí 2020

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu opnar að nýju á morgun, fimmtudaginn 7.maí. Upp frá þessu verður svo opið núna í maí á þriðjudögum og fimmtudögum. Opnunartími verður frá 13:30 til 17:30. Munum 2ja metra regluna, handþvott og spritt! Bókasafnið er á 1.hæð í stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal.

Opnun endurvinnslustöðvar

DalabyggðFréttir

Enduvinnslustöðin í Búðardal mun opna á ný á morgun 5.maí. Opnunartímar endurvinnslustöðvarinnar verða eins og áður á þriðjudögum frá kl.13-18, fimmtudögum 13-17 og á laugardögum frá kl.11-14. Á opnunartíma endurvinnslustöðvar verður áfram lokað inní krána baka til en ílát fyrir plastefni og bylgjupappa fyrir utan ef fólk er með mikið magn. Á endurvinnslustöðinni er hægt að að flokka í alla úrgangsflokka …

Fyrirkomulag heimsókna á Silfurtún

DalabyggðFréttir

Heimsóknarbanni á Silfurtún verður aflétt 4.maí n.k. samkvæmt leiðbeiningum frá embætti landlæknis. Á sama tíma taka gildi reglur um heimsóknir aðstandenda til íbúa. Aðeins má einn gestur koma í einu til hvers íbúa. Athugið að takmarka gæti þurft fjölda heimsókna í hverri viku í ljósi þess að smit getur borist inn á heimili með gestum. Þá er einnig ekki gert ráð …

Uppfærð viðbragðsáætlun Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur nú uppfært viðbragðsáætlun sína vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19 veirunnar. M.a. hafa einkenni veirunnar verið uppfærð og farið er yfir aðgerðir sveitarfélagsins í þessari 2.útgáfu. Viðbragðsáætlun Dalabyggðar vegna COVID-19 – 2.útgáfa Einnig má finna báðar útgáfur undir „Skýrslur“ hérna á síðunni.

Sofnum ekki á verðinum

DalabyggðFréttir

Nú þegar sólin er að kíkja meira á okkur og farið að vora er skiljanlegt að íbúum sé farið að hlakka til meiri útiveru og samverustunda með ættingjum og vinum. Þó að jákvæðar fréttir berist af þróun mála hjá okkur er mikilvægt að við höldum fókus og sofnum ekki á verðinum. M.a. hafa borist fréttir af hópamyndum unglinga í sumum byggðarlögum. Viljum …

Meðhöndlun sorps og endurvinnsla vegna COVID-19

DalabyggðFréttir

Vegna Covid-19 faraldursins vill Dalabyggð koma eftirfarandi tilmælum á framfæri er varðar sorp og endurvinnslu: Flokkun fyrir endurvinnslu hefur verið hætt og mun nú allt sorp fara til urðunar. Sorp þarf að vera í vel lokuðum pokum og ekki má yfirfylla tunnur Umfram sorpi sem ekki kemst í tunnur, þurfa íbúar að koma í gáma við eða á gámasvæðinu. Flokkunarkró …