Ágúst, 2022

23ágú18:0020:30Íbúafundur - DalaAuðurÍbúafundur

Nánari upplýsingar

Íbúafundur í Búðardal í verkefninu DalaAuður undir merkjum Brothættra byggða

Íbúafundur verður haldinn í Dalabúð þriðjudaginn 23. ágúst klukkan 18:00 – 20:30.

Fundurinn er haldinn í tengslum við byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir en verkefnið í Dalabyggð fékk nafnið DalaAuður á íbúaþingi í vor.

Á íbúafundi verður kynnt tillaga að verkefnisáætlun fyrir DalaAuð, þar sem sett hafa verið fram markmið sem snúa að innviðum, atvinnumálum, mannauði og þjónustu. Verkefnisáætlunin er byggð á gögnum frá íbúaþinginu.

Á fundinum gefst íbúum kostur á að ræða verkefnisáætlunina og einstaka þætti hennar og koma á framfæri athugasemdum.  Við hvetjum alla íbúa, fjarbúa,aðra hagsmunaaðila og velunnara samfélagsins í Dalabyggð að mæta á fundinn og taka virkan þátt í mótun verkefnisins.

Meira

Klukkan

(Þriðjudagur) 18:00 - 20:30

Staðsetning

Dalabúð

Miðbraut 8

X
X