Endurvinnslustöð


Endurvinnslustöðin í Búðardal hefur verið starfrækt frá 23. september 2010.
Tilgangurinn með endurvinnslustöð er að auka möguleika á flokkun og endurvinnslu úrgangs og koma þar með til móts við auknar kröfur þar um.
Á endurvinnslustöðinni er hægt að að flokka í alla úrgangsflokka sem falla undir úrvinnslusjóð, auk hefðbundinnar flokkunar.
Auk þess er hægt að skila í flokkunarkrær allan sólarhringinn og alla daga vikunnar algengustu flokka sorps.
Opnunartímar endurvinnslustöðvarinnar
þriðjudagar 13 18
fimmtudagar 13 17
laugardagar 11 14
Starfsmenn sveitarfélagsins sjá um móttöku og skráningu.
Flokkunarkrær
Auk þess geta íbúar komið með flokkað sorp á flokkunarstöðinni við Vesturbraut (gámavellinum) á öllum tímum sólarhrings og losað í svokallaða flokkunarkrá.
Í flokkunarkrá er hægt að láta frá sér eftirfarandi sorpflokka:
  • Bylgjupappi og sléttur pappi.
  • Plastfilma og pokar.
  • Fernur.
  • Dagblöð, tímarit og annar pappír.
  • Málmar / niðursuðudósir.
  • Rafhlöður.
  • Plastbrúsar og aðrar plastumbúðir.
  • Kertavax
Flokkunarkráin verður aðgengileg allan sólarhringinn, en annað endurvinnsluefni og úrgang s.s. stærri hluti, spilliefni, frauðplast, timbur, járn og gler þarf eftir sem áður að láta frá sér á opnunartíma flokkunarstöðvarinnar (gámavallar).
Endurvinnsla
Úrgangurinn er síðan fluttur til endurvinnslu eftir því sem kostur er, en að öðrum kost til viðurkenndrar förgunar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei