Skátafélagið Stígandi stendur fyrir árlegri bæjarhreinsun í Búðardal, fimmtudaginn 10. maí.
Mæting er við Dalabúð kl. 15. Mælt er með að fólk mæti í vinnufötum og með hanska. Að lokinni hreinsuninni verður grillveisla.
Í sumar verður bæjarhátíð í Búðardal 6.-8. júlí og tilvalið að hefja undirbúninginn með þátttöku í hreinsunardeginum.
Íbúar og fyrirtæki eru hvött til að taka þátt í hreinsuninni með skátunum. Tilvalið er að nota tækifærið og taka til á lóðinni, garðinum, gangstéttum (þ.m.t. runnaafklippur), götunni eða næsta nágrenni.
Í tilefni hreinsunardagsins verður opnunartími endurvinnslunnar við Vesturbraut lengdur þennan dag og verður opið kl. 15-22. Ættu þannig flestir að geta losað sig við ruslið samdægurs.