Sumarstörf fyrir námsmenn

Laus eru til umsóknar þrjú sumarstörf fyrir námsmenn sem eru hluti af átaksverkefni í samvinnu við Vinnumálastofnun og er þetta tiltekna úrræði bundið eftirfarandi skilyrðum:

 • Ráðningarsambandið varir að hámarki í tvo mánuði og skal eiga sér stað á tímabilinu 1. júní til og með 31. ágúst næstkomandi. Starfstímabilið innan þessa ramma er umsemjanlegt.
 • Starfshlutfallið er 100% á ráðningartíma.
 • Skilyrði er að umsækjendur hafi búsetu í sveitarfélaginu.
 • Umsækjendur verða að uppfylla þau skilyrði að hafa stundað nám á vorönn 2020 og séu skráðir í nám haustið 2020. Skila þarf staðfestingu frá skóla um slíkt með umsókn.
 • Námsmenn þurfa að ná 18 ára aldursmarki á árinu eða vera eldri.

Hnitsetning og skráning á ljósleiðara.

 • Áætlaður ráðningartími 8. júní til 7. ágúst.
 • Starfsmaður þarf að hafa bifreið til umráða.
 • Starfsstöð er frá Búðardal

Vinna við Minningarreit um Sturlu Þórðarson sagnaritara.

 • Áætlaður ráðningartími 8. júní til 31. júlí.
 • Starfsstöð er Staðarhóll í Saurbæ.

Kynningarstarf vegna breytinga á sorpmálum og flokkun.

 • Áætlaður ráðningartími 29. júní til 21. ágúst.
 • Starfsstöð er frá Búðardal.

Umsóknir um störfin skulu sendar á netfangið dalir@dalir.is ekki síðar en 1. júní næstkomandi. Þangað er einnig hægt að senda fyrirspurnir um þau. Öllum umsóknum skal fylgja  ferilskrá og kynningarbréf. Auk þess verður að fylgja með staðfesting frá skóla um skólavist á vor- og haustönn 2020. Störfin henta öllum kynjum.

 Sett inn 21.maí 2020

Hafnarvarsla í Skarðsstöð

Vinnutími er breytilegur og starfið því unnið í tímavinnu.

Í starfinu felst að sinna þjónustu og eftirliti við höfnina á Skarðsstöð þ.á m. vigtun á afla. Einnig annast starfsmaðurinn umhirðu með salernum sem eru staðsett við Skarðsstoð og eru opin á sumrin.

Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði:

 • Vera eldri en 18 ára.
 • Geta unnið sjálfstætt og skipulega.
 • Eiga auðvelt með mannleg samskipti.
 • Þurfa að sækja námskeið fyrir vigtarmenn sem haldið er í lok maí.

Umsóknir um starfið skulu sendar á netfangið dalir@dalir.is ekki síðar en 27. maí næstkomandi. Þangað er einnig hægt að senda fyrirspurnir um þau.

Sett inn 21.maí 2020

Refa- og minkaveiðar 2020

Dalabyggð auglýsir eftir áhugasömum veiðimönnum til að sinna refa- og minkaveiðum í Dalabyggð árið 2020.

Veiðimenn skulu vera með gilt veiðikort, staðkunnátta og reynsla af refa- og minkaveiðum er æskileg.
Núverandi veiðimenn sveitarfélagsins eru hvattir til að sækja aftur um og halda áfram sínu góða starfi.

Refaveiðinni er skipt upp í 13 svæði eins og verið hefur undanfarin ár og fyrirkomulag minkaveiða verður óbreytt.

Sveitarfélagið mun gera skriflega samninga við veiðimenn.

Áhugasamir hafi samband í síma 894 0013 eða á netfangið vidar@dalir.is fyrir 6. maí.

Sett inn 30.apríl 2020

Sælingsdalslaug – sumarstörf

Dalabyggð auglýsir störf sundlaugarvarða við Sælingsdalslaug í sumar. Um vaktavinnu er að ræða og umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri. Ekki er um fullt starf að ræða nema hluta af sumrinu. Opnunartími laugarinnar verður lengri í júlí en júní og ágúst.

Helstu verkefni eru öryggisgæsla, þjónusta við gesti staðarins, gæsla í búningsklefum, þrif á húsnæði og útisvæði og afgreiðsla. Haldið verður námskeið fyrir sundlaugarverði áður en þeir hefja störf.

Gerðar eru kröfur um góða færni í samskiptum, þjónustulund og jákvæðni. Að umsækjendur hafi góða sundkunnáttu og standist hæfnispróf sundstaða samkvæmt reglum um öryggi á sundstöðum. Reglusemi, sjálfstæð vinnubrögð og reynsla af störfum við vörslu sundlauga er kostur.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um. Umsóknum skal skila í tölvupósti á netfangið dalir@dalir.is ekki síðar en 11. maí næstkomandi.

Sett inn 29.apríl 2020

Kennarastöður við Auðarskóla

Við Auðarskóla er laus 100% staða umsjónarkennara á unglingastigi og tvær 100% stöður umsjónarkennara á miðstigi fyrir skólaárið 2020-2021. Um er að ræða stöður til framtíðar 

Umsjónarkennsla á unglingastigi, meðal kennslugreina eru 

 • íslenska 
 • samfélagsfræði 
 • tungumálakennsla 
 • val 
 • smíði 

Umsjónarkennsla á miðstigi, meðal kennslugreina eru 

 • íslenska 
 • náttúrufræði 
 • samfélagsfræði 
 • tungumálakennsla 

Umsjónarkennsla á miðstigi, meðal kennslugreina eru: 

 • stærðfræði 
 • upplýsingatækni 
 • samfélagsfræði 
 • náttúrufræði 

Mikilvægt er að umsækjendur búi að 

 • færni í samskiptum 
 • frumkvæði í starfi 
 • sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum 
 • góðri íslenskukunnáttu 

Einnig þurfa umsækjendur að vera tilbúnir að vinna eftir stefnu Auðarskóla í teymiskennslu. Umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til kennslu 

Umsóknir um starfið berist á netfangið hlodver@audarskoli.is Með umsókninni þurfa að fylgja ferilskrá og ábendingar um meðmælendur. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2020. 

Upplýsingar um starfið veitir Hlöðver Ingi skólastjóri Auðarskóla sími 6948615. 

Sett inn 6.apríl 2020

Heimaþjónusta

Starfsfólk vantar hjá félagsþjónustu Dalabyggðar við heimaþjónustu. Mikill sveigjanleiki er í starfshlutfalli.

Í félagslegri heimaþjónustu er veitt aðstoð við þrif, heimilisstörf og/eða félagslegur stuðningur til að gera viðkomandi kleift að búa á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður.

Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur, hafa góða samskiptahæfileika og þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Karlar jafnt sem konur eru hvattar til að sækja um.

Upplýsingar veitir verkstjóri félagslegrar heimaþjónustu Ragnheiður Pálsdóttir í síma 849 2725 eða á netfangið heima.tjonusta@dalir.is.

Sett inn 5.febrúar 2020

 • Var efni síðunnar hjálplegt?
 • Nei