Sumarstörf fyrir námsmenn

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir tvö störf laus til umsóknar í tengslum við atvinnuátak sveitarfélaga og Vinnumálastofnunar sumarið 2014.
Verkefnin geta verið af ýmsum toga eftir áhugasviði umsækjenda svo sem umhverfisverkefni, aðstoð hjá byggingarfulltrúa eða verkefni tengd menningar- og ferðamálum.

Um störfin gildir eftirfarandi:
– Ráðningartími er að hámarki tveir mánuðir á tímabilinu 1. júní – 31. júlí.

– Skilyrði er að umsækjandi sé að koma úr námi og að sé skráður í nám að hausti (sé á milli anna). Umsækjandi þarf að eiga lögheimili í Dalabyggð.

– Námsmaður þarf að vera 18 ára á árinu eða eldri, þ.e. fæddur 1996 eða fyrr.

Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri.

Umsóknareyðublöð eru á www.dalir.is og á skrifstofu Dalabyggðar.

Umsóknarfrestur er til 23. maí 2014

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei