Sveitarstjórn Dalabyggðar – 166. fundur

DalabyggðFréttir

166. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 18. október 2018 og hefst kl. 16.

Í upphafi funda verður fundargerð sveitarstjórnar frá 13. september 2018 lögð fram til afgreiðslu.

 

Dagskrá

Almenn mál

1. Fjallskil 2018
Kynnt á fundi Sveitarstjórnar Dalabyggðar 13.10.2018, lagt fram til afgreiðslu.
2. Fjárhagsáætlun 2018 – Viðauki 3
Úr fundargerð 208. fundar Byggðaráðs Dalabyggðar 10.10.2018.
Fjárhagsáætlun 2018 – Viðauki 3.
Úr fundargerð byggðaráðs 25. september 2019.
Sveitarstjóri kynnti þau atriði sem taka þarf fyrir í viðauka við fjárhagsáætlun.
Haldinn verður aukafundur í byggðaráði kl. 10 þann 10. okt. þar sem ráðið mun afgreiða tillögu um viðauka til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja viðaukann.
Samþykkt samhljóða.
3. Húsnæðisáætlun
Drög að húsnæðisáætlun sem lögð voru fram á 165. fundi Sveitarstjórnar Dalabyggðar 13.09.2018 lögð fram til afgreiðslu.
4. Ungmennaþing Vesturlands 2. til 3. nóvember 2018
Lagt fram boð um þátttöku fulltrúa sveitarstjórnar á síðari degi ungmennaþings Vesturlands sem haldið verður á Laugum 2. og 3. nóvember.
5. Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Bréf lögmanns Dalabyggðar til fasteignasölunnar Frón lagt fram.
6. Samgöngumál – samgönguáætlun
Samgönguáætlun 2019-2023 og 2019-2033 hefur verið lögð fram á Alþingi.
7. Vandi sauðfjárbænda – sérstaða Dalabyggðar
8. Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni.
Tillaga lögð fram.
9. Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
Úr fundargerð 165. fundar Sveitarstjórnar Dalabyggðar 13.09.2018:
Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
Umræða um hvort breyta eigi því fyrirkomulagi á embætti skipulags- og byggingarfulltrúa sem er sameiginlegt fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp, Árneshrepp og Kaldrananeshrepp.
Til máls tóku: Skúli, Kristján og Einar Jón.
Oddviti leggur fram tillögu um að sveitarstjóra verði falið að athuga þetta mál og leggja tillögu fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
Samþykkt í einu hljóði.
10. Skógrækt – umsókn um framkvæmdaleyfi
Úr fundargerð 85. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 5.10.2018

Skógrækt – umsókn um framkvæmdaleyfi.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að framkvæmdaleyfi verði gefið út að því tilskyldu að fyrir liggi samþykki eigenda aðliggjandi jarða og umsögn Minjastofnunar.

11. Umsókn um skráningu nýrra landeigna – Lambabrekka
Úr fundargerð 85. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 5.10.2018

Umsókn um skráningu nýrra landeigna – Lambabrekka.
Nefndin samþykkir erindið, en bendir á að lóðin er afmörkuð úr landi Ytri Hrafnabjarga, en ekki Geirshlíðar, eins og getið er í uppdrætti.

12. Félagsleg heimaþjónusta
Úr fundargerð 49. fundar félagsmálanefndar Dalabyggðar 26.09.2018.

Félagsleg heimaþjónusta
Lagt fram yfirlit frá verkstjóra félagslegrar heimaþjónustu.
Í dag þiggja tólf heimili þjónustu sem veitt er af fimm starfsmönnum.
Svipaður fjöldi þjónustuþega hefur verið undanfarin ár. Að sögn verkstjóra gengur heimilisþjónustan vel.
Nefndin leggur til að athugað verði með skipulagt samstarf milli heimahjúkrunar og heimaþjónustu. Það verði skoðað með tilliti til nýrra persónuverndarlaga.

13. Tækifærisleyfi 2018
Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi vegna tækifærisleyfa.
1. Sviðaveisla 26.10.2018.
2. Dansleikur 27.10.2018.
14. Tillaga um umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Fundargerðir til staðfestingar

15. Dalagisting ehf – fundargerðir
Lögð fram fundargerð 63. fundar stjórnar Dalagistingar ehf. frá 24.09.2018.
16. Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar – 86
17. Byggðarráð Dalabyggðar – 208
18. Félagsmálanefnd Dalabyggðar – 49
19. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar – 4
20. Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar – 85
21. Byggðarráð Dalabyggðar – 207
22. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar – 3
23. Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns – 18

Fundargerðir til kynningar

24. Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2018
Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 31.08.2018, 26.09.2018 og 10:10:2018 lagðar fram til kynningar.
25. Veiðifélag Laxár í Hvammssveit.
Fundargerð Veiðifélags Laxár í Hvammssveit 6.10.2018 lögð fram til kynningar.

 

16.10.2018

Kristján Sturluson, sveitarstjóri.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei