166. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 18. október 2018 og hefst kl. 16.
Í upphafi funda verður fundargerð sveitarstjórnar frá 13. september 2018 lögð fram til afgreiðslu.
Dagskrá
| 1. | Fjallskil 2018 | |
| Kynnt á fundi Sveitarstjórnar Dalabyggðar 13.10.2018, lagt fram til afgreiðslu. | ||
| 2. | Fjárhagsáætlun 2018 – Viðauki 3 | |
| Úr fundargerð 208. fundar Byggðaráðs Dalabyggðar 10.10.2018. Fjárhagsáætlun 2018 – Viðauki 3. Úr fundargerð byggðaráðs 25. september 2019. Sveitarstjóri kynnti þau atriði sem taka þarf fyrir í viðauka við fjárhagsáætlun. Haldinn verður aukafundur í byggðaráði kl. 10 þann 10. okt. þar sem ráðið mun afgreiða tillögu um viðauka til sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja viðaukann. Samþykkt samhljóða. |
||
| 3. | Húsnæðisáætlun | |
| Drög að húsnæðisáætlun sem lögð voru fram á 165. fundi Sveitarstjórnar Dalabyggðar 13.09.2018 lögð fram til afgreiðslu. | ||
| 4. | Ungmennaþing Vesturlands 2. til 3. nóvember 2018 | |
| Lagt fram boð um þátttöku fulltrúa sveitarstjórnar á síðari degi ungmennaþings Vesturlands sem haldið verður á Laugum 2. og 3. nóvember. | ||
| 5. | Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð | |
| Bréf lögmanns Dalabyggðar til fasteignasölunnar Frón lagt fram. | ||
| 6. | Samgöngumál – samgönguáætlun | |
| Samgönguáætlun 2019-2023 og 2019-2033 hefur verið lögð fram á Alþingi. | ||
| 7. | Vandi sauðfjárbænda – sérstaða Dalabyggðar | |
| 8. | Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni. | |
| Tillaga lögð fram. | ||
| 9. | Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa | |
| Úr fundargerð 165. fundar Sveitarstjórnar Dalabyggðar 13.09.2018: Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa Umræða um hvort breyta eigi því fyrirkomulagi á embætti skipulags- og byggingarfulltrúa sem er sameiginlegt fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp, Árneshrepp og Kaldrananeshrepp. Til máls tóku: Skúli, Kristján og Einar Jón. Oddviti leggur fram tillögu um að sveitarstjóra verði falið að athuga þetta mál og leggja tillögu fyrir næsta sveitarstjórnarfund. Samþykkt í einu hljóði. |
||
| 10. | Skógrækt – umsókn um framkvæmdaleyfi | |
| Úr fundargerð 85. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 5.10.2018
Skógrækt – umsókn um framkvæmdaleyfi. |
||
| 11. | Umsókn um skráningu nýrra landeigna – Lambabrekka | |
| Úr fundargerð 85. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 5.10.2018
Umsókn um skráningu nýrra landeigna – Lambabrekka. |
||
| 12. | Félagsleg heimaþjónusta | |
| Úr fundargerð 49. fundar félagsmálanefndar Dalabyggðar 26.09.2018.
Félagsleg heimaþjónusta |
||
| 13. | Tækifærisleyfi 2018 | |
| Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi vegna tækifærisleyfa. 1. Sviðaveisla 26.10.2018. 2. Dansleikur 27.10.2018. |
||
| 14. | Tillaga um umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða | |
|
Fundargerðir til staðfestingar |
||
| 15. | Dalagisting ehf – fundargerðir | |
| Lögð fram fundargerð 63. fundar stjórnar Dalagistingar ehf. frá 24.09.2018. | ||
| 16. | Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar – 86 | |
| 17. | Byggðarráð Dalabyggðar – 208 | |
| 18. | Félagsmálanefnd Dalabyggðar – 49 | |
| 19. | Atvinnumálanefnd Dalabyggðar – 4 | |
| 20. | Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar – 85 | |
| 21. | Byggðarráð Dalabyggðar – 207 | |
| 22. | Atvinnumálanefnd Dalabyggðar – 3 | |
| 23. | Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns – 18 | |
|
Fundargerðir til kynningar |
||
| 24. | Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2018 | |
| Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 31.08.2018, 26.09.2018 og 10:10:2018 lagðar fram til kynningar. | ||
| 25. | Veiðifélag Laxár í Hvammssveit. | |
| Fundargerð Veiðifélags Laxár í Hvammssveit 6.10.2018 lögð fram til kynningar. | ||
16.10.2018