Tjaldsvæðið í Búðardal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn hefur samþykkt að semja við Carolin A Baare-Schmidt um rekstur tjaldsvæðisins í Búðardal en hún hefur séð um reksturinn undanfarið ár ásamt Valdísi Gunnarsdóttur.

Sveitarstjórn samþykkti á 158. fundi tillögu menningar- og ferðamálanefndar um að bjóða út rekstur tjaldsvæðisins í Búðardal. Auglýst var eftir áhugasömum aðilum í Dalapósti og á vef Dalabyggðar.

Tvö tilboð bárust, frá Carolin A Baare-Schmidt og frá Gaflfelli ehf. Ferðamálafulltrúi aflaði umsagna tveggja utanaðkomandi aðila um umsóknirnar og voru þessi aðilar sammála um að umsókn Gaflfells ehf. væri betri og lögðu til að samið yrði við fyrirtækið.

Sveitarstjórn mat aftur á móti umsóknirnar jafngildar þegar búið var að taka tillit til atriða sem heimamenn vita, en komu ekki endilega fram í umsóknunum. Samþykkt var að semja við Carolin A Baare-Schmidt á þeim forsendum að hún hefur komið að rekstrinum  undanfarið ár og haldið tjaldsvæðinu opnu alla veturinn en þar er um að ræða  nýbreytni.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei