Dalabyggð vekur athygli á að flest fyrirtæki í ferðaþjónustu eru annað hvort rekin með tilteknum leyfum eða opinberri skráningu.
Þannig eru ferðaskrifstofur (sem skipuleggja ferðir lengra en yfir daginn) og ferðaskipuleggjendur (sem skipuleggja dagsferðir eða styttri) háðir leyfi frá Ferðamálastofu.
Gistileyfi þarf fyrir gistiþjónustu í atvinnuskyni, en einnig er heimagisting leyfileg, en skráningarskyld. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur eftirlit á landsvísu og er farinn að fylgjast með þessari starfsemi í meira mæli.
Veitingaleyfi þarf til sölu veitinga, með tilheyrandi vottuðu eldhúsi.
Söfn, sýningar og setur eru almennt ekki leyfisskyld.
Skylt er að skrá bifreiðar sem nota á við flutning á ferðamönnum og skulu bílstjórar hafa leyfi til aksturs í atvinnuskyni.
Ef spurningar vakna um þessi mál, er velkomið að hafa samband við Bjarnheiði Jóhannsdóttur ferðamálafulltrúi á netfangið ferdamal@dalir.is