Íþróttaæfingar sumarið 2014

DalabyggðFréttir

Í sumar verður boðið upp á fótbolta- og frjálsíþróttaæfingar fyrir börn og unglinga en fullorðnir eru einnig velkomnir á æfingar í frjálsum.
Æfingarnar verða a.m.k. út júlímánuð, í „Dalnum“ í Búðardal og hefjast þær þriðjudaginn 10. júní. Iðkendur á svæði UDN eru hvattir til að vera duglegir að mæta.
Æfingar verða á mánudögum og fimmtudögum, en fyrsta æfing verður þriðjudaginn 10. júní.
Frjálsíþróttaæfingar verða kl. 17:00 – 18:00 undir stjórn Guðna Alberts Kristjánssonar og til aðstoðar verður Guðbjartur Rúnar Magnússon.
Fótboltaæfingar verða kl. 18:00 – 19:00 undir stjórn Guðna Alberts Kristjánssonar og til aðstoðar verður Vésteinn Örn Finnbogason.
Þátttökugjald pr. fjölskyldu fyrir aðgang að æfingum í annarri eða báðum íþróttagreinum er:
4.000 kr. fyrir eitt barn 11 – 17 ára
6.000 kr. fyrir fleiri en eitt barn 11 – 17 ára
Þátttaka barna 10 ára og yngri er ókeypis
Skráning og greiðsla þátttökugjalds fer fram á staðnum við fyrstu mætingu.
Farið er fram á að börn fædd 2008 og síðar verði undir eftirliti fullorðins einstaklings á meðan á æfingu stendur og einnig viljum við minna á að börn mæti á æfingar í klæðnaði sem hentar til hreyfinga.
Foreldrar í dreifbýli í Dalabyggð eru beðnir að halda utan um fjölda mætinga barna sinna á æfingar og kvöldmót þar sem til skoðunar er að greiddur verði akstursstyrkur.
Stefnt er að því að haldin verði lokahóf fyrir báðar íþróttagreinar í lok sumars.
Samstarfsnefnd ungmennafélaganna í Dalabyggð:
Arnar Eysteinsson – umf. Stjörnunni
Guðrún Þóra Ingþórsdóttir – umf. Æskunni
Sigrún Birna Halldórsdóttir – umf. Dögun
Sigurður Bjarni Gilbertsson – umf. Ólafi Páa
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei