Miðvikudaginn 14. ágúst verður sögurölt í Hundadal í Miðdölum. Mæting er á hlaðinu á Neðri-Hundadal kl. 19:30. Sigursteinn bóndi þar mun leiða röltið og segja sögur tengdar Hundadal og Suðurdölum frá landnámi til okkar dags.
Söguröltin eru samstarfsverkefni Byggðasafns Dalamanna og Sauðfjárseturs á Ströndum. Sögurölt í Hundadal er það áttunda af tíu í sumar og það síðasta sem ráðgert er í Dölunum. Vikuna 19.-22. ágúst verður níunda söguröltið á Ströndum og í lok ágúst verður það síðasta á góðum stað.