Ólafsdalshátíð 2019

DalabyggðFréttir

Árleg Ólafsdalshátíð verður laugardaginn 17. ágúst. Aðgangur er ókeypis, en seldir happdrættisvinningar og lífrænt grænmeti til styrktar starfsemi Ólafsdalsfélagsins.

 

Dagskrá

Kl. 11. Gönguferðir. Hægt er að velja á milli göngu að víkingaraldarskála undir leiðsögn Birnu Lárusdóttur eða göngu upp í Skálina undir leiðsögn Þorsteins Garðarssonar og Helgu I. Guðmundsdótur. Mæting í göngurnar er kl. 10:45.

 

Kl. 12. Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst. Miðaverð er 500 kr. Ólafsdalsmarkaður, grænmeti og sýningar í skólahúsinu. Á boðstólur er m.a. lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti, Erpsstaðaís, kræklingur frá Nesskel og fjölbreyttur matar- og handverksmarkaður. Á 1. hæð er sýningin Ólafsdalsskólinn 1880-1907 og á 2. hæð sýningin Konurnar í Ólafsdal.

 

Kl. 13. Hátíðardagskrá. Kynnir er Jóhann Alfreð Kristinsson.

– Kristján Sturluson sveitarstjóri Dalabyggðar flytur ávarp.

– Lilja Alfreðsdóttir mennta – og menningarmálaráðherra flytur erindi.

– Soffía Björg Óðinsdóttir söngkona og lagahöfundur.

– Bergsveinn Birgisson rithöfundur, Lifandilífslækur, upplestur og frásögn.

– Jóhann Alfreð Kristinsson með uppistand.

– Drengjakór íslenska lýðveldisins.

– Húlatrúðurinn Sól frá Sirkus Íslands skemmtir börnum á öllum aldri.

 

Kl. 16:30 Dregið í Ólafsdalshappdrættinu.

 

Hestar teymdir undir börnum.

 

Handverksfélagið Assa verður með veitingar á sanngjörnu verði.

 

Netsamband er stopult í Ólafsdal og er gestum því ráðlagt að hafa með sér lausafé til að versla og taka þátt í happdrætti.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei