Kvöldmót UDN

DalabyggðFréttir

Kvöldmót UDN verð þrjú í ár og verða haldin í Dalnum í Búðardal. Fyrsta mótið verður fimmtudaginn 15. júní, annað fimmtudaginn 20. júlí og þriðja mánudaginn 14. ágúst. Mótin hefjast kl. 18:30.
Upplýsingar um skráningu, keppnisgreinar og aldursflokka er að finna á heimasíðu UDN.
Skrá þarf keppendur fyrir klukkan 15 þann dag sem keppni fer fram með tölvupósti á udn@udn með upplýsingum um nafn, félag, fæðingarár og keppnisgreinar. Keppnisgreinarnar eru með fyrirvara um breytingar.

UDN

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei