Erindi sent á þingmenn og þjónustuaðila

DalabyggðFréttir

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 13. febrúar sl. var fjallað um niðurskurð í vetrarþjónustu.
Á fundinum var samþykkt samhljóða bókun sem hefur í framhaldinu verið komið á framfæri við Vegagerðina og þingmenn Norðvesturkjördæmis:

„Sveitarstjórn Dalabyggðar fagnar því að ekki standi til að draga úr vetrarþjónustu en lýsir verulegum áhyggjum yfir að slíkt hafi komið til umræðu. Einnig vill sveitarstjórnin leggja áherslu á mikilvægi þess að tryggja fjármagn til þjónustunnar og að það komi ekki niður á öðrum verkefnum eins og viðhaldi vega.“

Málið var tekið fyrir í sveitarstjórn í framhalda af því að Dalabyggð bárust óformlega upplýsingar, að hjá Vegagerðinni væru til umræðu tillögur um að draga verulega úr snjómokstri/vetrarþjónustu á leiðinni frá Dalsmynni til Ísafjarðar og í Vesturbyggð. Hér hafa Dalamenn áhyggjur af stöðunni varðandi Bröttubrekku og Svínadal en þetta varðar líka þjónustu við íbúa í öllum sveitarfélögum norðan við Bröttubrekku.

Sveitarstjóri leitaði upplýsinga hjá Vegagerðinni um stöðu mála. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um að skerða eða minnka samþykkt þjónustustig, þá hafa verið gefin skýr fyrirmæli um að víkja ekki út frá þjónustureglum en gæta aðhalds í öllum aðgerðum þrátt fyrir að kröfum um þjónustu verði áfram fylgt.

Frekari upplýsingar um vetrarþjónustu Vegagerðarinnar má finna HÉR.

Upptöku frá 187.fundi sveitarstjórnar má finna HÉR.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei