Jóhannes Haukur oddviti sveitarstjórnar

DalabyggðFréttir

Á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar þann 19. júní var Jóhannes Haukur Hauksson kosinn oddviti sveitarstjórnar til eins árs og Halla Sigríður Steinólfsdóttir varaoddviti.
Eyþór Jón Gíslason, Ingveldur Guðmundsdóttir og Þorkell Cýrusson voru kosin í byggðarráð til eins árs og Halla Sigríður Steinólfsdóttir, Sigurður Bjarni Gilbertsson og Valdís Gunnarsdóttir til vara. Ingveldur var kosin formaður og Eyþór Jón varaformaður.
Þá samþykkti sveitarstjórn að ganga til samninga við Svein Pálsson um endurráðningu í starf sveitarstjóra.
Á fundinum var einnig kosið í nefndir, stjórnir og samstarfsnefndir í samræmi við samþykkt um stjórn Dalabyggðar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei