Vefsíða Vestfjarðarleiðarinnar opnuð

DalabyggðFréttir

Vestfjarðaleiðin er ný ferðamannaleið um Vestfirði og Dalina sem opnuð var í október sl.

Núna hefur vefsíða ferðaleiðarinnar verið opnuð en þar má finna upplýsingar um skemmtilega afþreyingu, gistingu, áhugaverða staði og margt fleira sem hægt er að upplifa á leiðinni.

Leiðin er um 950 km  með einstökum áningarstöðum og upplifunum.

Vestfjarðaleiðin er stutt frá Reykjavík og Akureyri og er því aðgengilegur og áhugaverður valkostur sem ferðaleið þar sem auðvelt er að kanna króka og kima svæðisins og upplifa óspillta náttúru og víðerni sem sífellt verður erfiðara að finna.

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei