Kynningarfundur verður haldinn í fundarsal (2. hæð) Stjórnsýsluhússins í Búðardal, þriðjudaginn 26. janúar frá kl. 17:00-19:00.
Til kynningar verður deiliskipulag fyrir Auðarskóla og íþróttamiðstöð í Búðardal.
Á fundinum gefst áhugasömum kostur á að kynna sér skipulagsgögn og ræða við skipulagsfulltrúa um verkefnið.
Í gildi eru samkomutakmarkanir en hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru 20 manns með ákveðnum takmörkunum í opinberu rými.
Því þurfa þeir sem ætla að mæta á fundinn að láta vita á netfangið skipulag@dalir.is til að hægt sé að halda utan um fjölda gesta.
Grímuskylda er á gestum fundarins. Hægt verður að nálgast einnota grímur á staðnum.
Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.