Sumarstörf í Dalabyggð fyrir námsmenn 2021

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir sumarstörf fyrir námsmenn sumarið 2021.

Dalabyggð auglýsir eftir námsmönnum í grunn- eða meistaranámi á háskólastigi til sumarvinnu. Um er að ræða ný og tímabundin verkefni sem byggja á samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og sveitarfélaga um störf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Námsmenn þurfa að vera að koma úr námi eða skráðir í nám í haust. Laun eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Um er að ræða störf í allt að tvo og hálfan mánuð sem verða unnin á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst.

Skráning og mat á viðhaldsþörf eigna Dalabyggðar. Verkefni unnið í samstarfi við umsjónarmann fasteigna. Leitað er að einstaklingi sem er í námi t.d. í tæknigreinum.

„Söfnun munnlegra heimilda“ hjá sveitarfélaginu Dalabyggð. Verkefni unnið í samstarfi við menningarmálanefnd. Leitað er að einstakling sem er í námi í s.s. í sagn- eða þjóðfræði eða félagsvísindum. Þekking á og reynsla af eigindlegri aðferðafræði er æskileg.

Hæfniskröfur:

  • Viðkomandi sé í grunnnámi eða meistaranámi við háskóla og sé 18 ára eða eldri.
  • Viðkomandi stundi nám í fagi sem nýtist í starfi.
  • Krafa er gerð um góða íslenskukunnáttu.
  • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Skipulagshæfni, jákvætt viðmót og þolinmæði.
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Jafnræðis verður gætt milli kynja við ráðningar í störfin.

Umsóknir með kynningarbréfi og ferilskrá berist á dalir@dalir.is. Umsóknarfrestur er til 27. maí.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei