Auðarskóli í Dalabyggð auglýsir stöðu aðstoðarleikskólastjóra. Um er að ræða 100% starfshlutfall frá og með 1. desember 2021. Við leitum að einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti liðsheildar.
Auðarskóli er sameinaður skóli með leik-, grunn- og tónlistarskóladeildir. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð – Ánægja – Árangur. Leikskólinn er tveggja deilda, fyrir börn á aldrinum 1-5 ára. Húsnæði skólans er nýlegt, aðstaða og aðbúnaður góður. Spennandi þróunarverkefni eru í farvatninu varðandi skólabrag, sjálfstyrkingu og samvinnu. Þegar er hafin undirbúningur á innleiðingu á ferli sem byggist á hugmyndafræði Franklin Covey: Leiðtoginn í mér, þar sem lögð er áhersla á umbreytingarferli fyrir skóla til að auka árangur nemenda, kennara og samfélagsins. Einnig er unnið markvisst að eflingu læsis og fleira. Leikskólinn er einnig Vináttuskóli.
Auðarskóli í Dalabyggð er staðsettur í Búðardal sem er barnvænt og gott samfélag miðsvæðis á Vesturlandi þar er stutt til næstu byggðarkjarna og annarra áfangastaða. Dalir eru fallegt sögufrægt hérað þar sem sögusvið Laxdælu og Eiríkssögu rauða ber hæst. Náttúrufegurð og friðsæld Dalanna er rómuð og ótal möguleikar eru til útiveru og hverskyns afþreyingar. Í Dalabyggð búa um 650 einstaklingar. Leikskólabörnum sem búa utan Búðardals er ekið af skólabílum til og frá leikskólanum þá daga sem nemendastarf er í grunnskólanum.
Helstu verkefni aðstoðarleikskólastjóra:
- Er hluti af stjórnunarteymi Auðarskóla, sem er sameinaður skóli með þrjár deildir þ.e.a.s. grunnskóla-, leikskóla og tónlistarskóladeild.
- Vinnur að daglegri stjórnun og rekstri leikskólans sem og skipulagningu uppeldis- og kennslustarfsins.
- Er faglegur leiðtogi og ber að kynna sér nýjungar í starfi og miðlar þekkingu til starfsmanna.
- Sinnir þeim verkefnum er varða stjórnun, uppeldi og menntun leikskólabarna og deilir út verkefnum til starfsfólks.
- Skipuleggur og ber ábyrgð á að undirbúningstímar starfsmanna séu notaðir til skipulags og faglegs undirbúnings auk anarra tilfallandi verkefna.
- Starfar samkvæmt stefnu og markmiðum Auðarskóla sem tekur mið af skólastefnu Dalabyggðar, aðalnámskrá leikskóla, lögum og reglugerðum um leikskóla og öðrum lögum sem við eiga.
Kröfur um menntun, kunnáttu, reynslu og hæfni:
- Leikskólakennararéttindi eða önnur kennsluréttindi sem gefa rétt til starfsins.
- Reynsla og/eða menntun í stjórnun æskileg.
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Reynsla af kennslu og uppeldi ungra barna
- Jákvæðni, og áhugi á uppeldi- og menntun.
- Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Færni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Góð íslenskukunnátta.
- Góð tölvukunnátta.
- Stundvísi og reglusemi
- Hreint sakavottorð
Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og hentar starfið öllum kynjum.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 25. október 2021.
Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma: 430 4711 eða tölvupóstfang: herdis@audarskoli.is og Haraldur Haraldsson, skólastjóri, í síma 430 4757 eða 626 5877, tölvupóstfang: haraldur@audarskóli.is
Umsóknum skal skilað til skólastjóra Auðarskóla, Haralds Haraldssonar, Miðbraut 6-10, 370, Búðardal eða í tölvupósti á netfangið haraldur@audarskoli.is.
Sjá einnig: Laus störf