Samþykkt deiliskipulags fyrir nýjan urðunarstað í landi Höskuldsstaða

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 1. júlí 2014 deiliskipulag fyrir nýjan urðunarstað í landi Höskuldsstaða. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn sveitarstjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með þeirri breytingu að lóð til sorpurðunar er minnkuð í 2,5 ha og byggingarreitur minnkaður til samræmis. Vegtenging var færð vegna athugasemdar Vegagerðarinnar um 55 m til vesturs og skipulagssvæði stækkað lítillega til samræmis við það.
Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Sveitarstjóri Dalabyggðar
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei