Friðarhlaupið hófst 20. júní í Hljómskálagarðinum í Reykjavík og lýkur 12. júlí. Hlaupið verður hér í Dölum sunnudaginn 7. júlí.
Alþjóðlegur hópur hlaupara bera logandi friðarkyndil á milli byggða og gefst öllum tækifæri á að taka þátt í hlaupinu. Hlaupið er boðhlaup og geta því allir fundir vegalengd við sitt hæfi.
UDN skipuleggur mótttökur í Reykhólasveit og Dölum. Sunnudaginn 7. júlí kl. 15 geta Dalamenn tekið þátt í hlaupinu frá minnismerkinu um Jón frá Ljárskógum. Komið verður til Búðardals kl. 16:30 og þar verður plantað friðartré.
Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum.
Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað. Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins.