Fjögurra holu púttvöllur hefur verið settur upp fyrir framan dvalarheimilið Silfurtún.
Völlurinn er á vegum Félags eldri borgara í Reykhólahreppi og Dalasýslu og Silfurtúns. Hugmyndina eiga Dídí og Skúli og sáu þau um vinnu við púttholurnar. Vonandi eiga íbúar dvalarheimlisins eftir að njóta góðs af þessu frábæra framtaki sem og aðrir í framtíðinni. Hver veit nema að einhverntímann verði haldið púttmót á flötinni!