Á 213. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var samþykkt að auglýsa eftir aðilum sem hefðu áhuga á að sitja í byggingarnefnd vegna byggingar íþróttamannvirkja í Dalabyggð.
Byggingarnefnd heyrir undir sveitarstjórn og í henni sitja fimm fulltrúar sem munu starfa til 31. desember 2024. Á þessum tíma er nefndinni heimilt að halda allt að 30 fundi.
Hlutverk byggingarnefndar er:
• Nefndin lýkur við áætlun og leggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
• Nefndin stýrir hönnunarvinnu og leitar hagkvæmustu lausna.
• Nefndin semur um alla hönnun og framkvæmdir með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
• Nefndin vinnur með hönnuði að útfærslu byggingarinnar í samræmi við stefnu sveitarstjórnar.
• Nefndin leggur fram tillögu að áfangaskiptingu, sem lögð verður fyrir sveitarstjórn. Leita skal heimildar sveitarstjórnar fyrir útboði hvers áfanga.
• Nefndin er fulltrúi verkkaupa (Dalabyggðar) vegna hönnunar, framkvæmda og hugsanlegra breytinga.
• Nefndin leggi til grundvallar vinnu sinni þau gögn sem sveitarstjórn hefur samþykkt t.d.
• skýrslur, tillögur frá sveitarstjórn og annað sem hlotið hefur meðferð sveitarstjórnar vegna verkefnisins.
• Byggingarnefndin getur kallað á fund til sín hvern þann sem tengist þeim málum sem fjallað er um.
• Nefndin skal kalla eftir áliti hagsmunaaðila.
Áhugasamir skulu senda tölvupóst á dalir@dalir.is þar sem fram kemur fullt nafn, símanúmer og hvers vegna viðkomandi hefur áhuga á að sitja í byggingarnefndinni.
Frestur er til og með 4. febrúar nk. og verður nefndin skipuð á fundi sveitarstjórnar í febrúar.