Við þökkum fyrir góða mætingu á fundinn í gær varðandi smávirkjunarvalkosti í Dalabyggð.
Á fundinum var meðal annars rætt um aðkomu sveitarfélaga varðandi svigrúm til smávirkjana. Í drögum að nýju Aðalskipulagi fyrir Dalabyggð segir m.a.:
„Svigrúm er fyrir allt að 30 kW smávirkjanir með minni háttar uppistöðulóni eða allt að 200 kW rennslisvirkjanir. Við uppsetningu virkjana skal huga að sýnileika og afturkræfni framkvæmda og þess gætt að valda sem minnstum skaða á náttúrunni. Forðast skal að framkvæmdir skerði fyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar skv. lögum um náttúruvernd og menningarminjar skv. lögum um menningarminjar. Við gerð deiliskipulags skal meta vistfræðileg áhrif á vatnshlot í samræmi við lög um stjórn vatnamála.“
Í framhaldi af fundinum viljum við benda á að opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands til og með 10. maí nk.
Þar gefst áhugasömum tækifæri til að sækja um fyrir frumathugun á hagkvæmni virkjunarkosta eða ef frumathugun hefur þegar farið fram, að sækja um fyrir frekari undirbúningsrannsóknir.
Aðstoð við umsóknir veita:
Ólafur Sveinsson – olisv@ssv.is 892-3208
Ólöf Guðmundsdóttir – olof@ssv.is 898-0247
Helga Guðjónsdóttir – helga@ssv.is 895-6707
Við minnum á að Ólafur Sveinson verður með viðveru í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal 4. maí nk. (miðvikudag) frá kl.13:00-15:00 og hægt er að fá viðtal hjá honum varðandi umsóknir.
Skýrslu Arnarlæks ehf. um frumúttekt valkosta fyrir smávirkjanir á Vesturlandi sem unnin var fyrir SSV má lesa hér: Smávirkjanir á Vesturlandi – frumúttekt valkosta
Frétt varðandi umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands: Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands
Nánari upplýsingar varðandi Uppbyggingarsjóð Vesturlands er að finna á heimasíðu SSV.