Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki vegna aldurs réttar til húsnæðisbóta.
Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja skólaönn.
Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og umsóknareyðublöð má finna hér:
– Reglur
– Eyðublað
Umsóknir berist til skrifstofu Dalabyggðar eða á netfangið dalir@dalir.is.
Skila þarf inn útfylltu umsóknareyðublaði og senda með afrit af húsaleigusamningi og staðfestingu á skólavist á viðkomandi önn.