Fjöldi nýrra bóka er komin á Héraðsbókasafn Dalasýslu og í þessu nýja úrvali má finna eitthvað fyrir alla.
Þar má t.d. nefna skáldsöguna Tálsýn eftir Rannveigu Borg Sigurðardóttur, barna- og unglingabókina Furðufjall: Næturfrost eftir Gunnar Theodór Eggertsson og ritið Líkið er fundið – Sagnasamtíningur af Jökuldal sem Ragnar Ingi Aðalsteinsson tók saman.
Við hvetjum íbúa endilega til að kíkja á bókasafnið, skoða úrvalið og fá að láni bæði skemmtun og fróðleik.