MS Búðardal færir Nýsköpunarsetri gjöf

DalabyggðFréttir

MS Búðardal hefur fært Nýsköpunarsetri Dalabyggðar tvo prentara að gjöf. Um er að ræða annars vegar HP prentara og hins vegar Canon prentara sem einnig er skanni.

Gjöfin er mikil búbót fyrir setrið og notendur þess, sem geta nú tengst prenturum í vinnurýminu.

Dalabyggð þakkar MS Búðardal kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

 

Garðar Freyr hjá MS Búðardal afhendir Jóhönnu Maríu, verkefnastjóra prentarana í húsnæði Nýsköpunarsetursins að Miðbraut 11, Búðardal.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei