Próf í Nýsköpunarsetri – desember 2022

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar vill byrja á að þakka öllum kærlega fyrir sem höfðu samband og vildu aðstoða við að manna yfirsetu prófa í Dalabyggð 2022. Það er ómetanlegt að fólk gefi sig fram í verkefni með svona stuttum fyrirvara og bjóði fram aðkomu sína til að geta látið hlutina ganga upp.

Farið var yfir þá sem höfðu samband og í fyrsta forgangi voru aðilar sem gátu séð algjörlega um alla dagana frá 2. til og með 16. desember. Búið er að fá aðila í verkið í þetta sinn.

Við viljum biðla til íbúa að sýna tillitssemi í og við Stjórnsýsluhúsið frá 2. – 16. desember n.k. þar sem próf verða alla virka daga á þessu tímabili.
Okkur þykir mjög vænt um líf og fjör í húsinu en biðjum ykkur um að hafa eftirlit með því að börn séu ekki að leika sér, eða annað sem truflað getur próftöku, í húsinu eða kringum það á næstu dögum.
Ef koma á með hóp á bókasafnið er mjög vel þegið að haft sé samband við bókavörð sem getur séð til þess að heimsóknir skarist ekki við próftöku í húsinu.

Fyrir nemendur sem eru að koma í próf í desember, ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar ef þið eruð eitthvað efins um staðsetningu eða fyrirkomulag.
Öll próf fara fram í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar, að Miðbraut 11 í Búðardal. Búið er að taka frá aðstöðu Nýsköpunarsetursins sem er á 1. hæð (á móti bókasafninu) og þar er þráðlaus nettenging.
Yfirseta mun hafa í höndum reglur um próftöku frá öllum skólum sem um ræðir og fara eftir þeim – ef þið hafið ekki kynnt ykkur reglur ykkar skóla mælum við með að þið gerið það áður en þið mætið.
Stundum mun koma fyrir að fleiri en einn sé í prófi á sama tíma, munum að sýna hvert öðru virðingu og trufla ekki aðra nemendur.

Þeir sem hafa verið með viðveru í eða afnot af rými Nýsköpunarsetursins eiga að hafa fengið póst þar sem boðið er upp á aðra aðstöðu þessa daga. Ef pósturinn hefur ekki borist, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Dalabyggðar.

Skrifstofa Dalabyggðar

Miðbraut 11, 370 Búðardal
Opið alla daga frá kl. 09:00 – 13:00
430-4700
dalir@dalir.is
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei