Hver eru skilyrðin?
Eignin verður að vera með niðurgreiðslu á rafhitun eða olíukyndingu. Eignin verður að hafa lögheimilisskráningu.
Hvernig virkar þetta?
Sótt er um í gegnum þjónustugátt á vef Orkustofnunar.
Styrkurinn er reiknaður út frá kaupum á búnaði og efniskostnaði við uppsetningu hans.
Styrkurinn miðast við 50% af efniskostnaði. Hámarksstyrkur er 1.337.000 kr.-
Niðurgreiðslur skerðast ekki við styrkveitinguna og haldast áfram í samræmi við notkun (að hámarki 40.000 kwh/ári).
Styrkurinn er til 15 ára á viðkomandi fasteing að þeim tíma liðnum er hægt að sækja aftur um styrk á sömu fasteign.
Hvað er styrkhæfur kostnaður?
- Varmadæla
- Festingar og allur aukabúnaður með varmadælu
- Efniskostnaður frá rafvirkja
- Efniskostnaður frá pípara
- Flutningskostnaður varmadælunnar
Styrkurinn er einnig skattfrjáls og hægt að fá vsk. endurgreiddan hjá skattinum.
Frekari upplýsingar má nálgast á vef Orkustofnunar, í síma 569-6000 eða með því að senda fyrirspurn á os@os.is