Félagsmiðstöðin Hreysið

DalabyggðFréttir

Óskað er eftir frístundaleiðbeinenda í félagsmiðstöðina Hreysið fyrir veturinn 2017-2018.
Markhópur Hreysisins eru unglingar á aldrinum 11-16 ára.
Hlutastarf er í boði og vinnutíminn er síðdegis og á kvöldin einu sinni í viku.
Helstu verkefni og ábyrgð
– Leiðbeina unglingum í leik og starfi.
– Umsjón og undirbúningur á faglegu félagsmiðstöðvastarfi í samvinnu við tómstundafulltrúa.
Hæfniskröfur
– Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri.
– Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
– Áhugi á að vinna með börnum og unglingum.
– Frumkvæði og sjálfstæði.
– Færni í mannlegum samskiptum.
Umsóknafrestur til og með 24. ágúst
Nánari upplýsingar um starfið eru hjá Svönu Hrönn Jóhannsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúi – tomstund@dalir.is eða í síma 779 1324
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei