Sameiginlegur fundur sveitarstjórnar og ungmennaráðs Dalabyggðar var haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 15. júní 2023 og hófst kl. 16:00
Fundarmenn:
Frá ungmennaráði voru Jóhanna Vigdís Pálmadóttir, Matthías Hálfdán Ostenfeld Hjaltason og Kristín Ólína Guðbjartsdóttir.
Frá sveitarstjórn voru Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, Garðar Freyr Vilhjálmsson, Þuríður Jóney Sigurðardóttir, Skúli Hreinn Guðbjörnsson, Jón Egill Jónsson og Alexandra Rut Jónsdóttir.
Einnig sat fundinn Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri.
Fundi stjórnaði Eyjólfur Ingvi Bjarnason.
Fundargerð ritaði Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Dalabyggð.
Dagskrá:
Almenn mál
- 2010009 – Framhaldsnám fyrir ungmenni úr Dalabyggð
Til máls tóku: Kristín Ólína, Ingibjörg, Björn Bjarki, Eyjólfur, Jóhanna Vigdís, Eyjólfur (annað sinn). - 2206022 – Málefni ungmenna
Skipulag, ástand og útlit skólalóðar Auðarskóla, uppbygging útivistarsvæða.
Til máls tóku: Matthías Hálfdán, Skúli, Ingibjörg, Garðar, Björn Bjarki, Garðar (annað sinn), Jóhanna Vigdís, Jóhanna Vigdís (annað sinn), Björn Bjarki (annað sinn), Ingibjörg (annað sinn).
Fundi slitið 16:24.
Fundurinn var opinn öllum og einnig sýndur í streymi á YouTube-síðu Dalabyggðar, upptöku af fundinum er að finna þar.