Nýliðunarstuðningur og þróunarverkefni búgreina

DalabyggðFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði.

Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.
Þeir einstaklingar geta sótt um stuðning sem uppfylla neðangreindar kröfur:

a. Uppfylla skilyrði skv. 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað.
b. Eru á aldrinum 18-40 ára á því ári sem óskað er eftir stuðningi.
c. Eru að kaupa búrekstur eða hlut í búrekstri í fyrsta skipti eða hafa leigt eða keypt búrekstur innan þriggja ára frá 1. janúar á umsóknarári.
d. Hafa ekki áður hlotið nýliðunarstuðning
e. Hafa ekki hlotið nýliðunarstuðning í mjólkurframleiðslu eða bústofnskaupastyrki til frum¬býlinga í sauðfjárrækt samkvæmt þágildandi reglum árin 2015-2016.
f. Hafa með sannarlegum hætti lagt út fyrir fjárfestingu annaðhvort með eigin fé eða lántöku.

Nánari upplýsingar má finna á vef Stjórnarráðsins: Nýliðunarstuðningur
Umsóknarfrestur er til 1. september 2023 en umsóknum skal skila inn á www.afurd.is

Þá er einnig auglýst eftir umsóknum vegna þróunarverkefna búgreina.

Í nautgriparækt eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska nautgriparækt og feli í sér rannsóknir og þróunarverkefni.

Í sauðfjárrækt eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska sauðfjárrækt og falli undir kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og/eða þróun í sauðfjárrækt.

Í garðyrkju eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska garðyrkju og falla undir ráðgjafaverkefni, kynningaverkefni, rannsókna- eða tilraunaverkefni, vöruþróunarverkefni, verkefni sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og endurmenntunarverkefni.

Nánari upplýsingar má finna á vef Stjórnarráðsins: Þróunarverkefni búgreina 
Umsóknarfrestur er til 2. október 2023
 en umsóknum skal skila inn á
www.afurd.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei