Uppbyggingarsjóður Vesturlands – opið fyrir umsóknir

DalabyggðFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Umsóknarfrestur er til og með 7. september 2023, úthlutun fer fram í september 2023.

Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands.

Í þessari úthlutun eru veittir styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar (ekki eru veittir styrkir í menningarhluta í þessari úthlutun).

Allar upplýsingar um sjóðinn má finna hér: Uppbyggingarsjóður Vesturlands

Kynnið ykkur vel reglur og viðmið varðandi styrkveitingar: Reglur og viðmið

Aðstoð við umsóknir veita

Atvinnu- og nýsköpunarverkefni:
Hrafnhildur Tryggvadóttir hrafnhildur@ssv.is 849-2718
Ólöf Guðmundsdóttir olof@ssv.is 898-0247
Helga Guðjónsdóttir helga@ssv.is 895-6707
Skrifstofa SSV uppbyggingarsjodur@ssv.is 433-2310

Umsóknarfrestur er til og með 7. september 2023.

RAFRÆN UMSÓKNARGÁTT 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei